Drengirnir voru vaktir 9:00 í morgun með ljúfum tónum. Eftir morgunmat og morgunstund var boðið upp á 1500m hlaup, báta, smíðaverkstæði, íþróttahús þar sem hægt er að fara í borðtennis, pool, þythokký og alla þá boltaleiki sem hægt er að hugsa sér. Það er mjög skýjað og frekar rigningarlegt hér í Vatnaskógi í dag, hiti í kringum 14 stig.
Svínadalsdeildin heldur áfram, öll borðin eru í hörku titil baráttu. Þetta er án efa ein mest spennandi fótboltadeild í Evrópu í dag.
Í kvöld eftir kvöldvöku munu borðin keppa sín á milli í DODGEBALL. Borðforingjar munu að sjálfsögðu keppa með sínum liðum.
Matseðill
Morgunmatur: Kakó, brauð og álegg
Hádegismatur: Lambaréttur, bakaðarkartöflur og salat
Kaffitími: Kanilkaka, HLUNKAKÖKUR og ávextir
Kvöldmatur: Vatnaskógar ávaxtasúrmjólk og heimilisbrauð
Kvöldkaffi: Ávextir og kex
Nýjar myndir komnar inn.
Ég minni á símatímann fyrir þá sem vilja, milli klukkan 11-12 alla daga.
Hreinn Pálsson – forstöðumaður