Það er stór dagur framundan í Vatnaskógi í dag. Eftir hádegi kemur skemmtigarðurinn í Vatnaskóg með LazerTag. LazerTagið verður inn í skógi hjá kapelluflötinni. Mjög spennandi.
Við bjóðum líka upp á hefðbundna dagskrá eins og fótbolta, frjálsar íþróttir, báta, smíðaverkstæði, spil og spjall í Birkiskála. Hitinn er ágætur þannig við bjóðum upp á vatnafjör líka.
Það gæti ringt á okkur í dag en Theodór Freyr Hervarsson, einn fremsti veðurfræðingur okkar Íslendinga, sagði mér að það yrði í lágmarki.
Eftir kvöldvöku förum við í spennandi leik sem heitir „Vatnaskógur Escape“ en í honum eiga drengirnir að hlaupa á milli staða og reyna leysa þrautir. Til þess að flækja leikinn þá eru gæsluliðar sem reyna að klukka drengina og ef maður er klukkaður þá er maður úr leiknum. Þannig að það er mjög mikilvægt að reyna komast á milli staða án þess að gæslan nái að klukka mann.
Nýjar myndir koma inn reglulega.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk
Hádegismatur: Lasagne, salat og hvítlauksbrauð
Kaffitími: Sjónvarpskaka, bananabrauð og ávextir.
Kvöldmatur: Grjónagrautur og slátur.
Kvöldhressing: Ávextir og kex.
Nýjar mydir eru komnar inn.
Hreinn Pálsson – forstöðumaður