Það var mikil veisla á veisludegi okkar hér í Vatnaskógi í dag. Við vöktum drengina klukkan 9:30, aðeins seinna en venjulega. Veisludagar eru oft aðeins lengri en hefðbundnir dagar í Vatnaskógi þannig að það er fínt að sofa örlítið lengur.

Eftir hádegismat þá skoruðum við foringjarnir á drengina í fótbolta. Við skiptum þeim upp í tvö lið, stjörnulið og draumalið, og spiluðu liðin sitthvorn hálfleikinn. Foringjarnir unnu leikinn en barátta drengjanna var aðdáunarverð. Margir flottir og efnilegir knattspyrnumenn þarna á ferðinni.

Þegar þessi frétt er skrifuð þá er stutt í kvöldmatinn en hann byrjar 19:00.

Eftir kvöldmat höldum við beint á kvöldvöku. Á henni verður bikarafhending, nokkur leikrit, sjónvarp Lindarrjóður og síðasti hluti framhaldssögunnar. Því næst höldum við í kvöldkaffi en endum svo daginn á fjöruvarðeld, brekkusöng og grillum sykurpúða.

Matseðill

Morgunmatur: Kakó og brauð

Hádegismatur: Nautagúllas og salat

Kaffitími: Súkkulaðikaka, Tebollur og ávextir

Kvöldmatur: BURGERS, bakaðar kartöflur og gos í bauk

Kvöldkaffi: Ávextir og kex

Fjöruvarðeldur: Sykurpúðar

Veislukvöldsmyndir koma inn í kvöld.

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

Vatnaskógur 7.flokkur