Veisludagur!

Þá er veisludagur runninn í garð en í sumarbúðunum er síðasti heili dagur hvers flokks kallaður veisludagur. Börnin fengu að sofa örlítið út í morgunn eða til kl 9:00 en allir sváfu líkt og steinar þennan morguninn enda hefur dagskráin verið ansi þétt og börnin þreytt eftir því. Það mun þó ekki breytast í dag þar sem veisludagur er vel skipulagður, margar keppnir eru að klárast og mikið fjör. Þó nokkuð margir tóku þátt í svokallaða brekkuhlaupinu sem var í boði beint eftir biblíulestur í morgun. Hlaupið hefst við fánastöngina við Gamla skála og hlaupið alveg upp brekkuna og snert hliðið og aftur til baka. Snerta þarf lokað hliðið áður en hlaupið er til baka. Hlaupið er um 2 km að lengd og hækkunin er um 45 metrar. Smíðaverksæðið er einnig opið og er þar verið að leggja loka hönd á kúlu- og smíðakeppnina.

Núna eftir hádegismat var síðan foringjaleikurinn en það er viðburður sem sum barnanna hafa beðið eftir alla vikuna. Þá skoruðum við foringjarnir á börnin í fótbolta, við skiptum þeim upp í tvö lið, stjörnulið og draumalið, og spiluðu liðin sitt hvorn hálfleikinn. Mikil stemming var fyrir leiknum og voru börnin svo sannarlega viss um að bera sigur af hólmi. Því miður fyrir okkur starfsfólkið þá varð það raunin. Íþróttahúsið er einnig opið fyrir þau börn sem hafa ekki áhuga á fótbolta. 🙂 Eftir foringjaleik verður síðan boðið upp á Hunger games upp á Kapelluflöt, bátar opna líkt og áður þar sem veðrið hefur verið mjög fínt, pógó og útileikir hafa verið mjög vinsælir.

Eftir kaffitímann hvetjum við öll börn til þess að fara í sturtu ásamt því að bjóða uppá heita potta. Þá hvetjum við börnin til þess að fara í sín fínustu föt og gera sig tilbúin fyrir veislukvöldmatinn. 🙂

Í kvöld verður stærsta kvöldvaka flokksins sem er kölluð veislukvöldvaka, þar verður dagkráin glæsileg. Það verður sungið, beðið og hulgeiðing ásamt því að við munum heyra lokahlutann í frammhaldssögunni, sjá nokkur leikrit og svo auðvitað sjónvarp Lindarrjóður sem vekur ávallt lukku.

Aðeins um morgundaginn. Á morgun er brottfaradagur. Við munum pakka fyrir hádegi, borða hádegismat kl. 12:15 og fara síðan á lokasamveru. Við leggjum af stað úr Vatnaskógi kl. 14:00 og er áætluð heimkoma, á Holtaveg 28, kl. 15:00. Ef þið eruð að sækja ykkar börn í Vatnaskóg þá biðjum við ykkur um að vera komin í Vatnaskóg í síðastalagi kl. 13:30. Takk fyrir. 🙂

 

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og bakaður hafragrautur með ávöxtum.

Hádegismatur: Nautagúllas og kartöflumús.

Kaffitími: Súkkulaðikaka og kryddbrauð.

Kvöldmatur: Grillaðir hamborgarar og allt tilheyrandi með.

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

 

Við sjáum að margir hafa skoðað myndirnar frá flokknum og það mun bætast meira við. Endilega skoðið einnig myndirnar og lesið fréttirnar með börnunum þegar að þau koma heim. Þá fáið þið örugglega að heyra ennþá meira frá þeim en annars. 🙂 Þau hafa ekki fengið að sjá allar myndirnar ennþá en munu sjá sumar þeirra í kvöld. 🙂

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157719555396878/page1

Tinna Dögg Birgisdóttir, forstöðumaður.