Þá er komið að brottfarardegi í 8.flokki og senn fer að líða að brottför. Þessi flokkur hefur verið skemmtilegur, fjörugur og börnin innilega hress. Börnin mega öll vera stolt af sér sjálfum að hafa verið hér þessa dvöl og er það mikill sigur fyrir hvert og eitt barn. Vakið var kl 09:00 og fóru börnin í morgunmat. Eftir morgunmat var síðan farið að pakka niður og voru sumir smá að furða fyrir sér hvers vegna væri svona ótrúlega oft að minna á að taka allt dótið sitt og ekki gleyma neinu í þurrkherbergjunum en vonum þó að allt skili sér heim. Ef eitthvað verður eftir má finna óskilamuni á Holtavegi 28 þar sem við munum auglýsa óskilamuni þegar við komum þangað kl 15:00 en einnig verða þeir þar eftir og hægt að nálgast þá á skrifstofutíma.

Vinsamlegast látið vita ef þið ætlið að sækja ykkar börn sjálf ef þeir eru skráðir í rútuna heim. Það er svo að töskurnar þeirra fari ekki upp í rútu. Látið vita fyrir klukkan 12:00. Þeir sem eru ekki merktir í rútu og verða sóttir munu setja töskurnar sínar við matskálann.

Símatíminn í dag er frá 11 til 12 og mun ég sitja við símann þann tíma.

Hádegismatur er klukkan 12:30 og brottför frá Vatnaskógi klukkan 14:00. Áætluð koma í bæinn er klukkan 15:00. 

 

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk

Hádegismatur: Vatnaskógar pizzur

 

Myndir frá veislukvöldvökunni eru komnar inn.

 

 

Þetta er síðasta færslan frá 8. flokki 2021. Við sem störfum í Vatnaskógi erum þakklát fyrir það traust sem foreldrar sína okkur með því að senda börn sín í sumarbúðir og tökum það traust alvarlega. Það er og metnaður okkar sem störfum í Vatnaskógi að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi í tengslum við 8. flokk getur þú sent tölvupóst á arsaell@kfum.is eða haft samband við skrifstofu KFUM og KFUK í Reykjavík, sími 588 8899.

Þúsund þakkir,

Tinna Dögg Birgisdóttir, forstöðumaður.