Í dag komu um 80 unglingar í Vatnaskóg. Veðrið var með besta móti, sól og logn. Þegar við komum byrjuðum við á því að fara inn í matskálann og fara yfir reglurnar. Með lögum skal land byggja og í Vatnaskógi dvelja. Eftir yfirferð á reglum fóru allir yfir í Birkiskála að finna sér herbergi og koma sér fyrir. Dagskráin er glæsileg í dag. Bátar og vatnafjör, íþróttahús og frjálsíþróttagreinar, gönguferðir og spil, knattspyrna og borðtennismót. Þetta og fleira verður í boði í dag.

Á hverjum degi milli klukkan 11-12 er símatími forstöðumanns. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið bara athuga stöðuna þá er ykkur velkomið að hringja í forstöðumann flokksins í síma 433-8959.

Fleiri fréttir koma inn í vikunni.

Starfsfólk

Hér í unglingaflokki erum við með úrvalslið foringja sem annast dagskrá og umönnun unglinganna en það eru þau Gríma Katrín Ólafsdóttir, Tinna Dögg Birgisdóttir, Pétur Bjarni, Þórdís Hafþórsdóttir, Dagur Adam Ólafsson, Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, Davíð Guðmundsson, Mirra Kristín Ólafsdóttir og Þráinn Andreuson. Þeim til halds og trausts eru forstöðumennirnir Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson.

Eldhúsi og þrifum stýrir Valborg Rut Geirsdóttir en henni til aðstoðar eru þau María Rut Arnarsdóttir, Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir, Kristrún Lilja Gísladóttir og Kristrún Guðmundsdóttir.

Svo eru þeir Ísak Jón Einarsson og Þórir Sigurðsson staðarráðsmenn í Vatnaskógi og sjá um almennt viðhald á staðnum og sinna ýmsum öðrum mikilvægum verkefnum.

Meira síðar!

Myndir koma inn á linkinn hér reglulega.

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

Vatnaskógur Unglingaflokkur