Unglingaflokkur var vakinn klukkan 9:00 í morgun með ljúfum tónum. Það er pökkuð dagskrá framundan í dag. Við ætlum að bjóða upp á fjallgöngu í dag. Fjallið sem verður klifið er beint á móti Vatnaskógi og heitir Kambur. Tveir starfsmenn munu fara í fjallgönguna og vonandi slatti af unglingum. Ásamt fjallgöngu bjóðum við upp á hefðbundna dagskrá eins og frjálsar íþróttir, báta, smíðaverkstæði, listasmiðju, íþróttahús, spilastund og fleira.

Allan flokkinn verða Vatnaskógur Olympics Leikarnir eða VOL. Í gær skiptum við flokknum í 8 hópa og höfðum 10 í hverjum hóp. Fyrst var keppt í DODGEBALL en það var eftir kvöldkaffi í gær. Í dag verður keppt í reipitogi. Það er alltaf ein þraut á dag en þrautirnar eru mjög fjölbreyttar.

Öll kvöld er klassísk Vatnaskógar kvöldvaka en á kvöldvökum er mikið sungið, farið í leiki, leikrit frá Villiöndinni og hugleiðing.

Nýjar myndir eru komnar inn.

Matseðill

Morgunmatur: Hafragrautur, morgunkorn og súrmjólk

Hádegismatur: Lambaréttur, bakaðarkartöflur og salat

Kaffitími: Jógúrtkaka, pizzasnúðar og kanillengjur

Kvöldmatur: Pastaréttur og hvítlauksbrauð

Kvöldkaffi: Ávextir og kex

Vatnaskógur Unglingaflokkur