Drengirnir voru vaktir klukkan 8:30 í morgun. Hér í Vatnaskógi er bongóblíða, sól, logn og 21°C. Eftir morgunmat var stutt morgunstund, hún varð að vera stutt. Drengirnir gátu ekki beðið eftir því að komast út í góða veðrið. Fyrir hádegi var boðið upp á mikla knattspyrnuveislu, báta, mafíu eða varúlf, smíðaverkstæði, íþróttahús og mótorbátsferðir. Eftir hádegi var boðið upp á vatnafjör, mótorbátsferðir og svo var wipeout braut í boði, stórskemmtileg þrautabraut og það eina sem er öruggt er að maður blotnar mikið í wipeout.

Í dag bjóðum við líka upp á frjálsar íþróttir og allskonar útileiki. Planið er vera mikið úti og keyra þétta dagskrá svo að drengirnir sofni fljótt í kvöld.

Í kvöld er svo glæsileg er Vatnaskógarkvöldvaka með leikriti, framhaldsögu, leikjum og lögum.

Heimþrá

Það eru nokkrir drengir hér að glíma við heimþrá. Ég bendi á frétt gærdagsins en þar eru góðar upplýsingar um það hvernig heimþrá virkar. Við höldum áfram að vinna með drengjunum og reynum að hjálpa þeim að komast í gegnum þetta. Þetta er stuttur flokkur, á morgun erum við hálfnaðir með flokkinn.

Matseðill

Morgunmatur: Rjúkandi heitt kakó og brauð með fjölbreyttu úrvali af áleggi

Hádegismatur: Fiskur í raspi með kartöflum, salati og kokteilsósu

Kaffitími: Súkkulaðikaka og smákökur

Kvöldmatur: Pylsu pasta og hvítlauksbrauð

Kvöldkaffi: Ávextir og kex

Nýjar myndir koma inn reglulega hér.

Hreinn Pálsson, forstöðumaður

Vatnaskógur 11.flokkur