Í gær fimmtudag mættu um 60 drengir í Vatnaskóg í svo kallaðan Aukaflokk og munu þeir dvelja hér fram á sunnudag þann 22.ágúst. Þegar að drengirnir komu byrjuðu þeir á því að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við, borð 1 til 5. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og hefur gott eftirlit með þeim.

Hér er frábært veður, 14°C og logn en skýað og þannig hefur veðrið verið síðan flokkurinn hófst. Já ágústmánuður klikkar ekki. Allt gengur mjög vel. Þetta eru hressir og skemmtilegir drengir sem eru duglegir að taka þátt í því sem er í boði eins og keppnir í ýmsum greinum frjálsra íþrótta, skemmitlegir innleikir, bátar og að ógleymdir smíðastofunni.  Þá er Svínadalsdeildin (knattspyrnumót á milli borða) komin á fulla ferð hér í Vatnaskógi en í henni keppa borðin sín á milli. Mjög spennandi. Á kvöldin er svo kvöldvaka  að hætti Skógarmanna með leikjum, leikritum, framhaldssögu, hugleiðingu og söng.

Matseðill (fim-föst.)

Kaffitími: Jógúrtkaka, kryddbrauð og ávextir

Kvöldmatur: Pasta og hvítlauksbrauð

Kvöldkaffi: Ávextir og kex

Morgunmatur(föst): Corn flex, Cherrios.

Hádegismatur: Fiskur, kartöflur og grænmeti.

Kaffi: Karmellulengja, skúkkulaðikaka og brauðbollur (allt nýbakað).

Kvöldmatur: Grillaðar pylsur.

 

Starfsfólk

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Eiríkur Skúli Gústafsson – 1. borð – Bátaforingi

Tómas Andri Þorláksson  – 2. borð – Bátaforingi

Baldur Ólafsson og Hreinn Pálsson – 3. borð – Innileikir og fl.

Pétur Ragnarsson – 4. borð – Íþróttaforingi

Ársæll Aðalbergsson – 5. borð – Forstöðumaður

Dagur Adam Ólafsson – Útileikjaforingi

Jón Ómar Gunnarsson – Alhliðaforingi

Ungir aðstoðarforingjar setja mikin svip á staðnn og dagskránna, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK. Þeir ganga í allskonar verkefni á svæðinu, hvort sem það er að sjá að um knattspyrnu, ýmis mót eða uppvask. Aðstoðarforingjar þessa vikuna eru þeir Bjartur Dalbú, Jónas og Þorri.

Eldhúsi og þrifum á staðnum stýrir ráðskonan Unnur Rún Sveinsdóttir. Í eldhúsinu starfa einnig Þórdís Hafþórsdóttir Ólöf Birna Sveinsdóttir Helga Vigdís Thordersen og Mirra Kristín Ólafsdóttir.

Þá er Þórir Sigurðsson í staðnum en hann kemur að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11:00 og 12:00 alla daga. Símanúmerið er: 433 8959.

Myndir HÉRNA

Ársæll Aðalbergsson forstöðumaður