Skógarmenn KFUM bjóða nú uppá Aðventuflokk í Vatnaskógi dagana 3. – 5. desember. Flokkurinn er fyrir drengi 10 til 12 ára.

Spennandi dagskrá verður í boði, íþróttir, gönguferðir og ýmsir leikir, auk þess mun dagskráin taka mið að komu jólanna.

Nú verður tækifæri að upplifa Vatnaskóg og þann einstæða töframátt sem þar er – í desember!

Kvöldvökur að hætti Skógarmanna verða á sínum stað.

Verð er kr. 20.500.-
Rútugjald er kr. 3.500.-
Samtals kr. 24.000.-

Skráning er hafin og hægt að skrá sig hérna: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1836

Aðventufeðgaflokkur í Vatnaskógi

Skógarmenn KFUM bjóða nú uppá Feðgaflokk í Vatnaskógi á aðventunni dagana 10. – 12. desember. Flokkurinn er fyrir feður og syni 6 ára og eldri.

Hefðbundin feðgaflokks dagskrá verður í boði, íþróttir, gönguferðir og ýmsir leikir, auk þess mun dagskráin taka mið að komu jólanna.
Kvöldvökur að hætti Skógarmanna verða á sínum stað. Strákatími með foringjum í íþróttahúsi og spennandi fræðsla fyrir feður.

Vatnið:
Vatnið er oft frosið á þessum tíma en ef veður og ísalög leyfa þá verður boðið uppá báta og ef ísinn er traustur þá könnum við hann.
Allir feðgar eru velkomnir það er frábært fyrir pabba og strákinn hans að fara saman í Vatnaskóg upplifa þann einstæða töframátt sem þar er – í desember!

Verð er kr. 16.900.-
Skráning er hafin og hægt að skrá sig hérna: https://www.sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1837