Þá er aðventuflokkur farinn af stað. Í gær komu 20 hressir strákar hingað í Vatnaskóg, tilbúnir í slaginn. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa komið áður í Vatnaskóg sem þýðir að það er mikil reynsla í hópnum, það er gott. Þessa helgi ætlum við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá eins og t.d. borðtennismót, billjardmót, körfubolta, skákmót, listakeppni, tímaskynskeppni, fótbolta í snjónum=snjóbolta, stóra útileiki, gönguferðir, varðeld og margt fleira.

Í Vatnaskógi er mjög kalt, mikill snjór og lítill sem enginn vindur.

Starfsfólk

Þessi helgi er vel mönnuð af reynsluboltum sem þátttakendur kannast vel við frá því í sumar.

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Gunnar Hrafn Sveinsson – Jólaforingi

Eiríkur Skúli Gústafsson – Skreytingarforingi

Ísak Jón Einarsson – Snjóforingi

Þeim til halds og trausts er forstöðumaðurinn Hreinn Pálsson.

Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir ráðskonan Valborg Rut Geirsdóttir. Henni til aðstoðar er Sverrir Hákon Martinsson.

Þá eru þeir Ársæll Aðalbergsson, Jón Ómar Gunnars, Þórir Sigurðsson í flokknum en þeir koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og nýbakað brauð

Hádegismatur: Fiskur, kartöflur, kokteilsósa og salat

Kaffitími: Súkkulaðikaka, kryddbrauð og heitt kakó með rjóma

Kvöldmatur: Lambalæri, kartöfluréttur, brún sósa, gular og grænar

Skógarvarðeldur: Sykurpúðar

Kvöldkaffi: Ís frá Bínóís með allskonar sósum og nammi

Myndir koma inn á linkinn hér að neðan.

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

Vatnaskógur