Góðan dag. Þá er fyrsti flokkur sumarsins hafinn í Vatnaskógi. Margir hafa verið spenntir fyrir því að komast loksins í skóginn og jafnvel beðið í allan vetur. Framundan er enn eitt sumarið uppfullt af ævintýrum í Vatnaskógi. Við byrjum á hinum fjöruga Gauraflokki eins og undanfarin ár.

Það er flottur hópur sem er nú mættur á svæðið og vonandi munu allir eiga góða daga hjá okkur. Strákarnir eru hægt og rólega að kynnast svæðinu og því sem Vatnaskógur hefur upp á að bjóða. Við byrjuðum á því að borða fisk í hádegismat og síðan komu drengirnir sér fyrir í herbergjunum.

 

Nokkrir skelltu sér strax út í vatn að vaða, enda hlýtt úti og sólin skein á okkur. Einhverjir drógu fram veiðistangirnar og freistuðu þess að veiða, fyrsti fiskur sumarsins verður vonandi veiddur í flokknum.

 

Það stefnir í góðan flokk hjá okkur og hlökkum við til komandi daga í Skóginum. 

 

Bestu kveðjur

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður