Þá er komið að veisludegi hjá okkur í Vatnaskógi. Dagskráin í dag verður með öðruvísi sniði og ákveðnum hátíðarbrag. Áætlað er að halda kraftakeppnina Vatnaskógarvíkingurinn þar sem strákarnir geta spreytt sig á ýmsum aflraunum. Mögulega mun eitthvað óvænt gerast við eða á vatninu. Einnig stefnum við á að blása upp hoppukastala og opna pottana í dag. Við endum síðan daginn á veislumat og veislukvöldvöku.

 

Í gær var enn einn snilldardagurinn hjá okkur með allskonar stuði á dagskránni. Það var leiklistarnámskeið og nokkrir fengu að flytja leikrit á kvöldvöku við mikinn fögnuð viðstaddra og fengu þannig að sýna hæfileika sína. Boðið var upp á ferðir á mótorbátnum sem vakti mikla lukku.

 

Við komum síðan heim á morgun, mánudag. Áætluð heimkoma á Holtaveg 28 er kl. 14. Það verða Vatnaskógarbolir til sölu fyrir þá sem hafa áhuga. Hérna eru myndir úr flokknum.

 

Gauraflokkur hefur verið ánægjulegur hjá okkur og vonum við að strákarnir komi heim með góðar minningar úr Vatnaskógi. Við sjáum marga litla sem stóra sigra hjá okkar mönnum. Sumir eru að gista utan heimilis í fyrsta sinn og aðrir hafa fengið góða æfingu í félagslegum samskiptum og eignast nýja félaga.

 

Við þökkum kærlega fyrir flokkinn og vonumst til að sjá sem flesta aftur í Vatnaskógi.

 

Bestu kveðjur úr skóginum

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður