Þá er komið að síðasta deginum hjá okkur í Vatnaskógi. Við leggjum af stað fljótlega eftir hádegismat og áætlum að koma í bæinn um kl. 14. Við minnum á Vatnaskógarbolina sem verða til sölu fyrir þá sem vilja. Verðum með óskilamuni sem við hvetjum foreldra til að skoða og minnum á að taka lyfjabox, aukalyf og slíkt.

Veisludagurinn í gær var góður. Það var keppt í Vatnaskógarvíkingnum og strákarnir voru dregnir á tuðrunni á vatninu. Á kvöldvökunni voru síðan veitt verðlaun fyrir hinar ýmsu keppnir í flokknum ásamt því að flutt voru leikrit, meðal annars leikrit frá drengjunum, sem sló heldur betur í gegn. Kvöldvakan endaði svo á að foringjarnir tóku svokallað Skonnrokk en þá flytja þeir vel valin lög með frumsömdum texta.

Takk fyrir okkur og sjáumst síðar.

 

Fyrir hönd starfsfólks Gauraflokks 2022

Ásgeir Pétursson, forstöðumaður