Sólin skín á okkur í dag í Vatnaskógi. Drengirnir voru vaktir klukkan 8:30 í morgun með ljúfum tónum. Eftir morgunmat var morgunstund og svo biblíulestur.
Í dag verður boðið upp á báta, smíðaverkstæði, 60m hlaup, fótbolta, heita potta, íþróttahúsið og margt fleira. Drengirnir eru duglegir að taka þátt í dagskránni og finna sér eitthvað að gera.
Veðrirð er mun betra í dag en í gær. Sólin er farin að skína og lítill vindur. Aftur á móti þýðir það að flugurnar eru komnar á kreik og heilsa upp á drengina eins og þeim einum er lagið.
Á kvöldin eru kvöldvökur en á þeim syngjum við, förum í leiki, sjáum leikrit, heyrum framhaldssögu og hugleiðingu. Það er alltaf mikið fjör á kvöldvökum.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk.
Hádegismatur: Fiskur í raspi, kartöflur, salat og kokteilssósa.
Kaffitími: Kanilsnúðar, Tekaka og bananabrauð.
Kvöldmatur: Ávaxtasúrmjólk og nýbakað brauð
Kvöldhressing: Ávextir og kex.
Nýjar myndir komnar inn!
Hreinn Pálsson – forstöðumaður