Við vöktum drengina örlítið seinna í morgun eða 9:00. Ástæðan er sú að það er mikið að gera á daginn og drengirnir þurfa meiri svefn.
Eftir hádegismat verður farið í klemmuleikinn. Klemmuleikurinn virkar þannig að við skiptum hópnum í tvennt, 50 vs 50, og kallast liðin Oddverjar og Haukdælir. Oddverjar labba út í Oddakot og bíða þar eftir Haukdælum. Leikurinn gengur út á það að ná klemmu af öxl drengjanna í hinu liðinu. Ef þú missir þína klemmu þá þarft þú að fara aftur í bækistöðvar og ná í nýja klemmu. Liðið sem safnar fleiri klemmum vinnur leikinn.
Fyrir utan klemmuleikinn er almenn dagskrá þar sem drengirnir velja sér eitthvað að gera. Við bjóðum upp á fótbolta, báta, smíðaverkstæði, folf, pílukast, íþróttahús, spil og margt fleira.
Veður: Ómögulegt er að segja til um veður dagsins. Við fáum sennilega allar tegundir af veðri fyrir utan snjókomu.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk
Hádegismatur: Kjúklingaréttur, hrísgrjón og salat.
Kaffitími: Sjónvarpskaka, kókosbollur og döðlubrauð.
Kvöldmatur: Tortilla með öllu.
Kvöldhressing: Ávaxtaveisla.
Nýjar myndir á linknum.
Hreinn Pálsson – Forstöðumaður