Það er pökkuð dagskrá í dag. Bátar, smíðaverkstæði, 1300m hlaup, knattspyrna, íþróttahús, spil í birkisal, listakeppni og margt fleira. Á kvöldvökunni í kvökd verður leikrit, framhaldssaga, söngur og að auki hæfileikasýning. Á hæfileikasýningunni geta þeir sem vilja sýnt hvaða þá hæfileika sem þeir kunna að búa yfir eins og t.d. söngur, hljóðfæraleikur, leikrit, brandari eða eitthvað annað.

Við kveiktum á heitupottunum og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla lukku hjá drengjunum.

Eftir hádegi munum við svo fara í sund í sundlauginni hér í Hvalfirði, Hlaðir. Við leggjum af stað 12:45 og erum þá að mæta um 13:15 í sundið. Eftir sund mun vöffluvagninn bíða okkar fyrir utan og gefa okkur belgískar vöfflur með öllu viðeigandi.

 

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og hafragrautur og brauð með áleggi.

Hádegismatur: Kjötbollur, kartöflumús, brún sósa og salat.

Kaffitími: Vöffluvagninn!

Kvöldmatur: Pastaréttur

Kvöldhressing: Ávextir og kex

Nýjar myndir koma inn reglulega.

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

Hlekkur á myndir: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720300086793/with/52172153929/