Í Vatnaskógi er þetta helst.

SKÓGARMET! Skógarmet var slegið í gær í 1300m hlaupi! Það var hann Steinar Helgi Hrafnsson á 4.borði sem setti nýtt skógarmet í 1300m hlaupi. Hann bætti gamla tímann um 7 sekúndur og hefur skráð nafn sitt í sögubækurnar hér í Skóginum.  Steinar fær bikar til eignar eins og allir þeir sem slá skógarmet. Steinar Helgi hljóp á 4 mínútum og 3 sekúndum. Vel gert Steinar Helgi.

Drengirnir voru vaktir 9:00 í morgun, morgunmatur var 9:30 og morgunstund 10:00. Í kvöld er svo kvöldvaka með leikriti, framhaldssögu, hugleiðingu og söng. Við byrjum daginn saman, við endum daginn saman, þannig er það.

Eftir hádegi og eftir kaffi munum við bjóða upp á vatnafjör, við munum draga þá sem vilja á tuðru um eyrarvatn með spíttbátinum okkar góða, mjög skemmtilegt allt saman.

Hið árlega víðavangshlaup hófst í dag. Þetta verður hörð keppni, engin spurning. Frábær íþrótt.

Í gærkvöldi eftir kvöldkaffi var poppað og mynd sett í tækið, MOVIE NIGHT!

Svo sofum við aðeins lengur á morgun en á morgun er veisludagur, síðasti heili dagurinn okkar hér í Vatnaskógi. Mikilvægt að vera vel sofinn fyrir þann dag.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk.

Hádegismatur: Kjúklingaréttur og salat.

Kaffitími: Súkkulaðikaka, kókoskúlur og döðlubrauð.

Kvöldmatur: Grillaðir BURGERS!

Kvöldkaffi: Ávextir og kex.

Myndir, myndir, sagði einhver myndir?

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

Vatnaskógur