Sunnudagurinn rann upp, bjart veður en smá gjóla úr norð- austri. Drengirnir voru vaktir (sumir voru vaknaðir) klukkan 8:30 í morgun með ljúfum tónum, nú eru þeir orðnir Skógarmenn*. Eftir morgunmat var morgunstund og svo biblíulestur.

Í dag verður smíðaverkstæðið óspart notað og Hreinn foringi fór í efnisöflun fyrir tálgunardeildsmíðaverkstæðisins fann trjágreinar til að tálga. Eftir hádegi var farið í klemmustíðið mikla sem er leikur þar sem skipt í tvö lið og er markmiðið er að ná klemmu af  liðsmönnum í liði andstæðingsins og hver veit hvort að Skógardýrinn ægilegu birtast „óvænt“. Síðar í dag verður, langstökk, fótbolti, heitir pottar, leikir í íþróttahúsi og margt fleira. Drengirnir eru duglegir að taka þátt í dagskránni og finna sér eitthvað að gera.

Á kvöld verður að venju kvöldvaka en á þeim syngjum við, förum í leiki, sjáum leikrit, heyrum framhaldssögu og hugleiðingu. Það er alltaf mikið fjör á kvöldvökum.

*Skógarmenn eru þeir sem dvalið hafa í tvær nætur í dvalarflokki í Vatnaskógi. Það voru því margir nýir Skógarmenn sem vöknuðu í morgun húrra fyrir þeim!

Matseðill

Morgunmatur: Heitt kakó og nýbakað brauð.

Hádegismatur: Fiskur í raspi, kartöflur, salat og kokteilssósa.

Kaffitími: Sjónvarpskaka, ekki gerð úr sjónvarpi (pabbabrandari), smákaka sem er ekki nein spá kaka og bollur – allt nýbakað úr bakarí Vatnaskógar.

Kvöldmatur: SS pylsur – grillaðar

Kvöldhressing: Ávextir og kex.

Nýjar myndir komnar inn!

Ársæll Aðalbergsson – forstöðumaður