Þá eru rúmlega 100 drengir mættir í Vatnaskóg og munu þeir dvelja hér í góðu atlæti fram á sunnudaginn 10. júlí. Þegar drengirnir komu hingað fengu þeir strax að velja sér borð í matskálanum til þess að sitja við. Setið er á 7 borðum og bera borðin frumleg nöfn: fyrsta borð, annað borð, þriðja borð o.s.frv. Við hvert borð er borðforingi sem annast drengina og hefur gott eftirlit með þeim. Drengir á sama borði geta verið saman í herbergi en oftast eru um 6 drengir í hverju herbergi.

Í gær var afskaplega gott veður hlýtt og skýjað, en af og til sólarglæta. Þegar formlegri úti dagskrá lauk í gærkvöldi byrjaði að rigna og rigndi meira og minna í alla nótt. Þegar þetta er skrifað er veðrið ekki sérstakt skúrir af og til og vindur. Flokkurinn byrjar vel og er mikil gleði í hópnum. Þetta eru hressir og skemmtilegir drengir sem eru duglegir að taka þátt í því sem er í boði eins og t.d. útileikir, keppnir í ýmsum greinum frjálsra íþrótta, skemmitlegir innleikir, bátar og að ógleymdir smíðastofunni. Keppni í Svínadalsdeildinni, sem er fótboltamót flokksins, er hafin. Þá keppa borðin sín á milli. Í gær voru margir mjög spennandi leikir og eru margir upprennandi knattspyrnumenn í flokknum. Við ljúkum dagskráinni á kvöldin alltaf með kvöldvöku að hætti Skógarmanna með leikjum, leikritum, framhaldssögu, hugleiðingu og söng. Eftir kvöldvöku mega þeir sem vilja sækja bænastund í kapellunni og gerðu það margir drengjanna í gærkvöldi.

Myndir úr flokknum munu birtast reglulega hér á myndasvæði KFUM og KFUK á Íslandi. 

Starfsfólk

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:

Ísak Jón Einarsson, 1. borð – Bátaforingi

Fannar Logi Hannesson, 2. borð – Bátaforingi

Pétur Bjarni Sigurðarson, 3. borð – Útileikjaforingi

Sindri Sigurjónsson,  4. borð – Birkiskálaforingi

Almar Tristan Almarsson, 5. borð – Innileikjaforingi

Davíð Guðmundsson, 6. borð – Frjálsíþróttaforingi

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, 7. borð –Knattspyrnuforingi

Baldur Ólafsson – Alhliðaforingi

Davíð Örn Sveinbjörnsson – Alhliðaforingi

Þeim til halds og trausts eru forstöðumennirnir Þráinn Haraldsson og Jón Ómar Gunnarsson

Eldhúsi og þrifum á staðnum stýrir ráðskonan Valborg Rut Geirsdóttir. Í eldhúsinu starfa einnig Elfa Björk Ágústsdóttir, Svandís Halldórsdóttir og Marta Karítas Ingibjartsdóttir.

Þess utan eru ungir aðstoðarforingjar á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK. Þeir ganga í allskonar verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Aðstoðarforingjar þessa vikuna eru þau Benedikt, Markús, Gunnar, Þorri og Bjartur.

Þá eru Þórir Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson í flokknum en þeir koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði. Að lokum er einn starfandi vinnumaður í flokknum, hann Sverrir Hákon Marteinsson, sem kemur til með að sinna hinu og þessu, slá grasið og þar fram eftir götunum.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11:00 og 12:00 alla daga. Símanúmerið er: 433 8959.