6. flokkur frétt 2

Höfundur: |2022-07-08T11:52:11+00:008. júlí 2022|

Drengirnir voru vaktir kl. 8.30 í morgun við talsvert betri veðurskilyrði en í gær, eftir frekar dapurlegt haustveður á degi 2 í Vatnaskógi er veðrið í dag mun betra. Það er hlýtt og logn, en þó skýjað. Þó veðrið hafi ekki beint verið að leika við okkur í flokknum þá fylgir því óneitanlega einn kostur sem er færri flugur, en við höfum lítið verið varir við gamla góða mýíð og lúsmýið þó örfáir hafi fengið stöku bit.

Í morgunmat í dag var brauð og ýmislegt álegg með því ásamt hinu víðfræga Vatnaskógar kakói. Eftir morgunmat var morgunstund og biblíulestur. Dagskráin í dag er fjölbreytt og munu drengirnir áfram fá að velja úr skemmtilegum tilboðum. Í dag heldur frjálsíþróttakeppni flokksins áfram og verður boðið upp á spjótkast, en í gær fengu drengirnir að spreyta sér á langtökki án atrennu og hátökki. Þegar flokknum lýkur verður frjálsíþróttakappi flokksins verðlaunaður sem og það borð sem sigrar í frjálsíþróttakeppni flokksins. Knattspyrnumótið rúllar áfram og er hörð barátta á milli  2. og 3. borðs um sigur í Svínadalsdeildinni. Drengirnir eru duglegir að taka þátt í dagskránni og finna sér eitthvað að gera.

Myndir verða birtar hér á myndasvæði flokksins.

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11:00 og 12:00 alla daga. Símanúmerið er: 433 8959.

 

 

 

Deildu þessari frétt

Fara efst