Unglingaflokkur var vakinn klukkan 9:00 í morgun með ljúfum tónum. Það er pökkuð dagskrá framundan í dag. Við munum bjóða upp á bátana, 60m spretthlaup, borðtennismót, listasmiðju, smíðaverkstæði og margt fleira. Eftir hádegi og fram að kvöldmat bjóðum við upp á Bubblebolta út á stóra fótboltavellinum okkar, mjög spennandi allt saman. Eftir kaffi bjóðum við upp á einn söngleik í Gamla skála. Þá horfum við á söngleik og tökum smá umræður um hann í lokin. Nóg af dagskrá í boði þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Svínadalsdeildin fer einnig af stað í dag, mörg lið hafa skráð sig til keppni og það er augljóst að spennandi deild er framundan.

Allan flokkinn verða Vatnaskógur Olympics Leikarnir eða VOL. Í gær skiptum við flokknum í 7 hópa og höfðum 11-14 í hverjum hóp. Fyrst var keppt í DODGEBALL en það var eftir kvöldkaffi í gær. Í dag verður keppt í reipitogi. Það er alltaf ein þraut á dag en þrautirnar eru mjög fjölbreyttar.

Öll kvöld er klassísk Vatnaskógar kvöldvaka en á kvöldvökum er mikið sungið, farið í leiki, leikrit frá Villiöndinni og hugleiðing.

Matseðill

Morgunmatur: Hafragrautur, morgunkorn og súrmjólk.

Hádegismatur: Svikinn héri, kartöflustappa, sósa og salat.

Kaffitími: Súkkulaðikaka og ítalskir pizzasnúðar La Roma. Að auki sér útbúin afmæliskaka fyrir afmælisbörnin.

Kvöldmatur: Núðluhlaðborð með grænmetis-lamba- og kjúklinganúðlum.

Kvöldkaffi: Ávextir og kex.

Nýjar myndir eru komnar inn.

Hreinn Pálsson, forstöðumaður

Vatnaskógur