Nóg hefur verið að gera hér hjá okkur í Vatnaskógi. Við sváfum aðeins lengur í dag út af því hve mikið var um að vera í gær. Í gær buðum við upp á hefðbundna dagskrá. Einnig buðum við upp á lazertag út í skógi og svo um kvöldið, eftir kvöldvöku, buðum við upp á sundferð í Hreppslaug í Borgarfirði. Eftir sundferðina fengum við okkur pylsur hér í Vatnaskógi og fórum svolítið seint að sofa fyrir vikið.

Við ætlum að bjóða upp á fjallgöngu í dag. Fjallið sem verður klifið er beint á móti Vatnaskógi og heitir Kambur. Tveir starfsmenn munu fara í fjallgönguna og um 20 þátttakendur.

Matseðill

Brunch: Egg, beikon, bakaðarbaunir, morgunkorn, bollur með áleggi og allskonar afgangar.

Kaffitími: Kleinuhringir og New York hlunkakökur.

Kvöldmatur: Grillaðir hamborgarar.

Kvöldkaffi: Ávextir og kex

Nýjar myndir komnar inn

Hreinn Pálsson, forstöðumaður

Vatnaskógur