Drengirnir voru vaktir klukkan 9:00 í morgun með ljúfum tónum og hófst morgunmatur stundvíslega klukkan 9:30. Eftir morgunmat var morgunstund og svo biblíulestur.

Dagskrá dagsins var hefðbundin en tók þó mið af því að veðurspáin var ekki góð en sem betur fer rættist hún ekki og veður var alveg þokkalegt þótt blési og rigndi skamma hríð.  Í dag voru mikil tímamót því Ásmundur Einar Daðason tók fyrstu skóflustunguna af nýjum Matskála að viðstöddum drengjahópnum, Agnes M Sigurðardóttir biskup Íslands, þingmönnum og 150 öðrum gestum. Auk hátíðarinnar var  boðið upp á báta, smíðaverkstæði, langstökk án atrennu, fótbolta og margt fleira. Íþróttahúsið er einnig alltaf opið en þar er stór íþróttasalur sem drengirnir eru ýmist í körfubolta eða skotbolta. Einnig í íþróttahúsinu er borðtennis, billjard, þythokký og fótboltaspil. Listakeppnin er gangi og stendur hún yfir allan flokkinn. Drengirnir geta skilað inn listaverkum, ljóðum eða sögum og á veislukvöldvökunni verður einn útnefndur listamaður flokksins.

Veðrið hefur verið frábært þar til í dag en eins og fyrr segir þá náði ekki rokið og rigningin hingað uppeftir nema skamma stund.

Við munum bjóða upp á vatnafjör, heita potta og hoppukastala í dag til auka dagskrá úrvalið.

Á kvöldin eru kvöldvökur en á þeim syngjum við, förum í leiki, sjáum leikrit, heyrum framhaldssögu og hugleiðingu. Það er alltaf mikið fjör á kvöldvökum.

Matseðill í gær

Kvöldmatur: Ávaxta súrmjólk

Kvöldhressing: Kex og mjólk

Matseðill í dag 

Morgunmatur: Rjómalagað kakó og nýbakað brauð með allskonar áleggi

Hádegismatur: Hakkbollur með sósu og karföflumús.

Kaffitími: ,Kaka, kleinur og kryddbrauð

Kvöldmatur: Grillaðar pylsur.

Kvöldhressing: Ávextir

Nýjar myndir komnar inn!