Nú er langt liðið á árið 2022 og því er rétt að minna á að árið 2023 er handan við hornið.
Þá verða 100 ár liðin frá því að fyrsti hópurinn fór í Vatnaskóg
Af því tilefni munu Skógarmenn gefa út afmælisritið
Hér á ég heima“ Vatnaskógur í 100 ár sem kemur út á næsta ári.
Gefst öllum þeim sem áhuga hafa kostur á að kaupa ritið fyrirfram og fá nöfn sín skráð á sérstaka heillaóskaskrá – Tabula gratulatoria – sem birt verður í ritinu og fá ritið síðan afhent í vor.
Það er hægt með því að smella á slóðina hér á síðunni
eða
Hægt að hafa samband við arsaell@kfum.is til að trygga sér eintak og greiða síðar.
Afmælisritið hefur fengið tiltilinn „Hér á ég heima“ – Vatnaskógur í 100 ár.
Lögð verður áhersla á að það sé vandað og veglegt.
Ritið verður á milli 200 og 250 bls. í stóru broti með mikið af ljósmyndum bæði frá fyrri tíð og einnig nýlegar myndir.
Ritnefnd hefur verið að störfum í rúmt ár og er textavinnu að ljúka.
Nú stendur yfir vinna við val á ljósmyndum og svo í framhaldi hönnunarvinna.
Í ritnefnd eru Gunnar Jóhannes Gunnarsson, sem er ritstjóri, Ársæll Aðalbergsson, Guðmundur Guðmundsson, Jón Ómar Gunnarsson Sigurður Grétar Sigurðsson og Þórarinn Björnsson.