Þá er komið að heimferðardegi í 2. flokki. Þetta hefur sannarlega verið viðburðarríkur og skemmtilegur flokkur. Héðan halda skemmtilegur og flottir strákar sem hafa átt góða dvöld í Vatnaskógi. Eins og gengur hafa einhverjir fundið við heimþrá af og til, en þeir snúa heim sem sigurvegarar! Við starfsfólkið í Vatnaskógi þökkum þeim kærleika fyrir skemmtilega dvöl, það var ánægjulegt að fá að kynnast þeim og vera með þeim þessa daga.

Í dag er að sjálfsögðu 17. júní og dagskráin er mótuð af því. Í morgunmat var boðið upp á Weetos í tilefni dagsins. Að því loknu var hátíðarfánahylling og þjóðsöngurinn sungið. Þá var haldið í skrúðgöngu og svo var flutt stutt ávarp og fjallkonan las ljóð.

Drengirnir eru nú komnir inn í skála, byrjaðir að pakka og undirbúa brottför.

Rútan fer frá Vatnaskógi kl. 14 og áætluð heimkoma á Holtaveg 28 er kl. 15. Þeir drengir sem verða sóttir á að sækja ekki seinna en 13.45.

 

Í gær var veisludagur með hátíðarkvöldverði og veislukvöldvaka með biblíuspurningakeppni, verðlaunaafhendingu, leikritum, Sjónvarpi Lindarjóður, biblíusögu og söngvum. Það voru ánægðir en þreyttir drengir sem fóru að sofa í gærkvöldi og nú eru allir spenntir að koma heima og hitta foreldra sína.

 

Myndir frá gærdeginum og morgninum eru komnar inn á vefinn. Sjá hér.