Nú hafa drengirnir sofið sína fyrstu nótt í Vatnaskógi og þótti nóttin ganga mjög vel. Drengirnir voru vaktir kl. 8:30 í morgun og voru mættir í morgunmat kl. 9. Eftir morgunmat var síðan haldið í Gamla skála þar sem við tók morgunstund með orkumiklum söng og hugleiðingu. Nú hafa dagskrártilboð morgunsins tekið við þar sem að bátarnir, íþróttahúsið og smíðaverkstæði eru opin, auk þess sem að Svínadalsdeildin í fótbolta heldur áfram, boðið er upp á 320 m hlaup í frjálsum íþróttum og síðan er Stinger mót, fótboltaspilsmót og listakeppni líka að hefjast.

Bátarnir voru mjög vinsælir í gær en auk þess fór frjáls íþróttamótið af stað í gær með 60m spretthlaupi og kúluvarpi. Þá var líka pool mót og borðtennismót sem byrjuðu í gær, en drengirnir geta líka notið þess að spila pool, borðtennis, fótboltaspil og þythokký þó það sé ekki hluti af sérstökum mótum. Það er búið að vera mjög gaman að kynnast og vera með strákunum þennan fyrsta sólarhring hér í Vatnaskógi og við hlökkum til áframhaldandi fjörs sem er framundan eftir hádegi í dag. Fleiri myndir úr flokknum munu síðan koma inn núna seinna í dag og verður hægt að finna þær hér.

Matseðill dagsins

Morgunmatur: Morgunkorn

Hádegismatur: Lasagne, salat og hvítlauksbrauð

Kaffitími: Súkkulaðikaka og bananabrauð

Kvöldmatur:  Skyr

Kvöldkaffi:  Kex

 

Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns á milli 11:00 og 12:00 alla daga. Símanúmerið er: 433 8959.

 

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, forstöðumaður