Nú er liðið á seinni hluta þessa 3. flokks sumarsins á 100 ára afmælisári Vatnaskógar. Í gær blés ágætis norðaustan át stóran hluta dagsins og því var því miður ekki hægt að opna bátana, en smíðaverkstæðið, íþróttahúsið með fjölmörgum innileikjunum (einkum borðtennis, pool, þythokký, fótboltaspil, streetball, skotbolta), fótboltinn og frjálsu íþróttirnar voru á sínum stað. Strákarnir nýttu líka nýju kassabíla Skógarins vel en gátu líka verið í kózý stemmningu í Birkiskála þar sem hægt er að spila ýmis spil og skák, lita, perla eða bara lesa eða spjalla saman í meiri rólegheitum.

Enn blæs einhver vindur en við vonum að lægi eftir því sem líður á degi svo að hægt verði að nýta vatnið vel. Við viljum endilega að strákarnir geti nýtt vatnið sem mest og eftir hádegi og kaffi ætla bátaforingjarnir því að bjóða upp á mótorbátsferðir, og vonandi náum við líka að opna restina af bátunum seinni hluta dagsins. Hoppukastalar verða líka blásnir upp svo að það verður nóg af fjöri hér í dag að auki við hefðbundnari dagskránna okkar sem verður enn á sínum stað.

Látum þetta duga, en minnum á að myndir úr flokknum koma áfram inn jafnt og þétt í gegnum flokkinn og er hægt að finna þær hér. Ef það eru einhverjar spurningar þá er símatími forstöðumanns líka á milli 11:00 og 12:00 alla daga. Símanúmerið er: 433 8959.

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, forstöðumaður

 

Matseðill dagsins

Morgunmatur: Morgunkorn

Hádegismatur: Grjónagrautur

Kaffi: Hvít skúffukaka og kanillengja

Kvöldmatur: Pylsur

Kvöldkaffi: Kex