Heimferðardagur – 3. flokks

Höfundur: |2023-06-23T10:52:13+00:0023. júní 2023|

Þá er komið að heimferðardegi í 3. flokki. Veisludagurinn í gær var einstaklega skemmtilegur og myndu margir vilja vera áfram í Skóginum, en við vonum að strákarnir komi aftur að ári eða síðar á lífsleiðinni. Við starfsfólkið í Vatnaskógi þökkum öllum strákunum kærlega fyrir samveruna síðustu daga og óskum þeim góðs gengis á lífsleiðinni. Drengirnir eru nú að klára að pakka og síðan halda þeir áfram í leik t.d. í íþróttahúsinu, á bátum eða í fótbolta fram að hádegismat. Eftir hádegismat munum við síðan eiga lokastund saman í Gamla skála áður en haldið er heim á leið.

Rútan fer frá Vatnaskógi kl. 14 og er áætluð heimkoma á Holtaveg 28 kl. 15. Þeir drengir sem verða sóttir á að sækja ekki seinna en 13.45.

Mikilvægt er að láta vita fyrir klukkan 11:30 á brottfarardag ef að drengur verður sóttur, þ.e.a.s. ef það var ekki búið að láta vita af því áður. Minnum síðan á að myndir úr flokknum má finna hér.

Með kærri kveðju fyrir hönd starfsfólks 3. flokks,
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, forstöðumaður

Deildu þessari frétt

Fara efst