Þá er þriðji dagur ævintýraflokks 2 genginn í garð. Hingað til hefur verið nóg að gera hjá drengjunum í útileikjum, frjálsumíþróttum, bátum, smíðaverkstæði, hjólabílum, listakeppni og mörgu öðru. Fyrir utan okkar hefðbundnu dagskrá höfum við haldið bíókvöld með poppi og gosi. Einnig var spilaður æsispennandi dodgeball-leikur milli borðanna. Borð 4 hafði sigurinn. Í gær var fínasta veður þannig við buðum upp á að hoppa og synda í vatninu, heitu pottarnir opnir aðsjálfsögðu.

Í dag er von á bubblebolta hingað upp í Skóg og svo í kvöld verður æsispennandi leikur sem er vinsæll meðal drengjanna.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk, kakó, brauð og álegg.

Hádegismatur: Kjötbollur, stappa, brúnsósa og grænmeti.

Kaffitími: Kanilsnúðar, kryddbrauð og súkkulaðikaka.

Kvöldmatur: Pastasalat og hvítlauksbrauð

Kvöldkaffi: Ávextir – Epli, banani, appelsína

 

Nýjar myndir komnar inn.

Vatnaskógur