Þá er veisludagur genginn í garð. Framundan er brekkuhlaup, úrslitaleikir í öllum mótum og svo loks foringjaleikurinn en í honum keppir úrvalslið foringja á móti stjörnu- og draumaliði drengjanna. Hér er mikill vindur og sól sem þýðir engar flugur en smá kuldi.
Kamburinn, fjallið á móti Vatnaskógi, var sigrað í gær. 27 drengir fóru alla leið upp á topp. Einnig var í boði að gista úti í nótt og voru 45 drengir sem skelltu sér í það ævintýri.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk
Hádegismatur: Hlaðborð með pasta, kjötbollum og lasagna
Kaffitími: Jógúrtkaka, smákökur og bananabrauð
Kvöldmatur: Vínarsnitzel, gular-grænar og rauðkál, kartöflur og gos í bauk.
Kvöldkaffi: Ávextir og kex
Nýjar myndir komnar inn.
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720309439051/with/53013102858/