Drengirnir voru vaktir klukkan 8:30 í morgun með ljúfum tónum. Það er óhætt að segja að hér er BONGÓ! Sól og logn, stefnir í 20 gráður – gul viðvörun. Við höfum ekki fengið svona veður í sumar, það er búið að vera spara það þangað til núna. Hér er búið að vera mikið að gera hjá drengjunum og hrós til þeirra, þeir láta sér ekki leiðast. Eftir hádegi munum við klárlega bjóða upp á vatnafjör og heitu pottana ásamt hefðbundinni dagskrá.
Merkilegur atburður átti sér stað í morgun, þegar drengirnir vöknuðu voru þeir allir orðnir Skógarmenn en það gerist þegar einstaklingur hefur dvalið tvær nætur í Vatnaskógi. Þar með eru þeir komnir í hóp tugþúsunda Íslendinga sem geta kallað sig Skógarmenn.
Matseðill
Morgunmatur: Kakó, brauð og allskonar álegg
Hádegismatur: Kjúklingavefjur með öllu
Kaffitími: Kanilsnúðar, jógúrtkaka og kjallarbollur
Kvöldmatur: Pasta og hvítlauksbrauð
Kvöldkaffi: Ávaxtaveisla, epli-appelsína-banani
Nýjar myndir koma inn í dag.
Hreinn Pálsson – forstöðumaður