Þá er veisludagur genginn í garð. Framundan er brekkuhlaup, úrslitaleikir í öllum mótum og svo loks foringjaleikurinn en í honum keppir úrvalslið foringja á móti stjörnu- og draumaliði drengjanna. Hér er veðurblíða, sól og 20 stiga hiti. Við dælum út sólarvörn og reynum að passa að þeir brenni ekki eins og við getum. Útileikjaforinginn okkar hefur verið að prufukeyra nokkra nýja leiki og er óhætt að segja að þeir eru að slá í gegn. Við munum áfram bjóða upp á mótorbátsferðir og venjulega báta í góða veðrinu, svo auðvitað vatnafjör eftir hádegi. Í kvöld er svo veislukvöldvakan þar sem við gerum upp flokkin, afhendum bikara, sjáum sjónvarp Lindarrjóður, leikrit, klárum framhaldssöguna og margt fleira.
Matseðill
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk
Hádegismatur: Hlaðborð með pasta, kjötbollum og lasagna
Kaffitími: Súkkulaðikaka, smákökur og bananabrauð
Kvöldmatur: Vínarsnitzel, gular-grænar og rauðkál, kartöflur og gos í bauk.
Kvöldkaffi: Ávextir og kex
Nýjar myndir komnar inn.