Þá er þessi flokkur senn á enda. Veðrið var frábært og stóðu strákarnir sig stórkostlega. Margir sigrar í þessum flokki, þeir eru allir sigurvegarar.

Þetta er síðasta færslan frá 6. flokki 2023. Við sem störfum í Vatnaskógi erum þakklát fyrir það traust sem foreldrar sína okkur með því að senda börn sín í sumarbúðir og tökum það traust alvarlega. Það er og metnaður okkar sem störfum í Vatnaskógi að gera gott starf enn betra. Ef þú hefur ábendingar, athugasemdir eða vilt hafa samband við okkur hér í Vatnaskógi í tengslum við 6.flokk getur þú sent tölvupóst á arsaell@kfum.is eða haft samband við skrifstofu KFUM og KFUK í Reykjavík, sími 588 8899.

Upplýsingar um brottfarardaginn

Rútan fer frá Vatnaskógi klukkan 14:00

Áætluð heimkoma á Holtaveg 28 er klukkan 15:00

Fyrir þá sem verða sóttir upp í Vatnaskóg þá er mikilvægt að vera mætt fyrir klukkan 13:30

Mikilvægt er að láta vita fyrir klukkan 11:00 á brottfarardag ef að drengur verður sóttur, þ.e.a.s. ef það var ekki búið að láta vita af því áður.

Myndir frá veisludegi komnar inn.

Kærar þakkir,

Starfsfólk Vatnaskógar

Vatnaskógur