Í dag vöknuðu drengirnir kl. 8:30 og þegar þeir mættu í matskálann að snæða morgunmat tók á mót þeim dýrindis kakóilmur sem bætir og kætir. Það er enn hvasst hjá okkur en sólin skín og ekki rigningarský að sjá. Við bjóðum því í dag upp á góða dagskrá innandyra: leikir og boltar í íþróttasalnum; borðtennis, pool, og þythokký á efri hæðinni; og svo rólegri spil, leiki og spjall í salnum góða í Birkiskála. Fyrir þá sem vilja njóta veðurblíðunnar verður að sjálfsögðu einnig boðið upp á dagskrá úti: stangartennis og ævintýragöngu – að ógleymdri knattspyrnunni og fjálsu íþróttunum sem drengirnir eru duglegir að taka þátt í.

Í morgunmatnum tjáði forstöðumaður drengjunum að þeir sem væru að koma í Vatnaskóg í fyrsta skipti væru orðnir Skógarmenn. Skógarmenn verða þeir sem dvalið hafa tvær nætur í sumardvalarflokki í Vatnaskógi. Þar með eru þeir komnir í hóp tugþúsunda Íslendinga sem hafa kallað sig Skógarmenn í 100 ár.

Matseðill dagsins:

Morgunmatur: Kakó, brauð og allskonar álegg

Hádegismatur: Plokkfiskur og kartöflur

Kaffitími: Sjónvarpskaka og kanilsnúðar

Kvöldmatur: Grillaðar pylsur

Kvöldkaffi: Ávextir af bestu gerð. Epli, appelsínur, bananar

 

Forstöðumaður mun bregða sér af bæ fyrir hádegi og koma aftur eftir kaffitímann. Á meðan hleypur einn sá reyndasti í skarðið, Gunnar Hrafn Sveinsson. Hann mun sjá um símatímann milli. 11 og 12 í dag og verður kominn með allar upplýsingar um drengina.

Hér koma fleiri myndir í dag: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720309709022

Matthías forstöðumaður