Í dag er veisludagur! Það er síðasti heili dagurinn okkar saman í 7. flokki. Hann mun einkennast af enn meiri gleði og dagskrá en venjulegir dagar. Drengirnar fá að fara út á mótorbát með bátaforingjunum, hinn frægi foringjaleikur þar sem foringjar og drengir keppa í knattspyrnu verður á sínum stað og keppt verður í Brekkuhlaupinu sem er ein af stóru frjálsíþróttagreinunum. Í kvöld verður veislukvöldvaka sem er enn stærri og skemmtilegri en hinar hefðbundnu. Þá fá drengir afhendan bikar fyrir sína sigra í keppnum flokksins sem þeir geyma og njóta alla kvöldvökuna, endir framhaldsögunnar verður lesinn upp og Sjónvarp Lindarrjóður verður varpað á hvíta tjaldið. Mikil gleði og stemming er því í vændum í dag.
Matseðill dagsins
Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk
Hádegismatur: Grjónagrautur að hætti Skógarmanna
Kaffitími: Gulrótarkaka og kryddbrauð
Veislukvöldverður: Vínarsnitzel, gular-grænar og rauðkál, kartöflur og gos í bauk.
Kvöldkaffi: Ávextir og kex
Nýjar myndir munu birtast á myndasíðunni.
Matthías forstöðumaður