ÞÁ ER HINN LANGÞRÁÐI BLANDAÐI 9. FLOKKUR BYRJAÐUR VIÐ MIKINN FÖGNUÐ!
(Vegna tæknilegra örðugleika náðist ekki að senda inn fréttir og myndir fyrr í dag).
Á laugardaginn komu 78 hress börn í Vatnaskóg. Að venju er byrjað að fara yfir allar reglur til að allir upplifi öryggi og vernd. Að því búnu komu sér allir fyrir í sínum herbergjum með vinum og nýjum vinum. Í hádeginu var boðið upp á dýrindis lasagne með tilheyrandi grænmeti og hvítlauksbrauði. – Í síðdegiskaffinu var þrírétta heimabakað – að sjálfsögðu. Brauðbollur, kanillengjur og súkkulaðikaka. Í kvöldmatinn var þykkur og ljúffengur grjónagrautur. Kvöldvakan var á sínum stað í Gamla skála með klassískum söngvum eins og Ljómandi Lindarrjóður, Á bátunum og Inn í skóg. Leikfélagið Villiöndin lét sig ekki vanta með sína stuttu grínþætti. Guðs orð og bæn var á sínum stað. Eftir kvöldvöku fengu börnin kvöldhressingu og síðan var hægt að fara á bænastund í kapellunni, sem mörg nýttu sér. Í Vatnaskógi er lagt mikið upp úr því að börnin njóti og hafi það gaman. Hópeflisleikir,
skapandi starf og fræðsla fléttast inn í þeirra daglega líf á meðan á dvölinni stendur. Í dag var fyrsta Morgunstundin og einkenndist hún af söng, fræðslu og bæn. Að því búnu
fóru börnin í biblíuhópa með sínum borðforingjum og lærðu að leita í biblíunni.
STARFSFÓLKIÐ!
Starfsfólkið er ávallt valið af kostgæfni eins og venja er hér í Vatnaskógi. Hljómar kannski
grobbið en er alls ekki ætlunin.
Þjónustan, sem innt er af hendi er jafn mikilvæg hér í Vatnaskógi – hvort sem það er tiltekt,
þrif, uppvask, vera hluti af skipulegri dagskrá, matvinnslu í eldhúsi, umönnun barna eða
sjá um það sem fellur til varðandi heimilisrekstur. – Allt er þetta jafn dýrmæt og falleg
þjónusta.
Aðstoðarforingjar að þessu sinni eru:
Bjartur Dalbú, Eyrún Una, Ragnheiður Anna og Benedikt. Þeirra verkefni er mjög
fjölbreytt eins og að aðstoða borðforingjana, vera hluti af skipulegri dagskrá, þrifum,
tiltekt og uppvaski.
Í eldhúsi og þrifum eru gömlu kempurnar Sólveig Cosser ráðskona, Helga Valdís Cosser
og Elfa Björk Ágústsdóttir. Með þeim eru Sólný Sigurðardóttir og Karitas Halla
Gunnarsdóttir.
Foringjar, sem annast dagskrá og umönnun barnanna eru:
Lára Ruth, 1. borð – Útileikjaforingi.
Ísak Jón, 2. borð – Bátaforingi.
Þórarinn Darri, 3. borð – Alhliðaforingi.
Karen Sól, 4. borð – Íþróttarhallarforingi.
Jakob Freyr, 5.borð – Báta -og alhliðaforingi
Guðmundur Tómas, 6. Borð – Knattspyrnu -og útileikjaforingi
Sigríður Sól, 7. borð – Frjálsíþróttaforingi.
Ásta Isabella er borðlaus alhliðaforingi.
Vinnumaður flokksins er Greipur Gíslason. Hinn sí-ínánanlegi íhlaupamaður er Sigurður
Grétar og Lísa gegnir forstöðu.
Ef það vakna einhverjar spurningar þá er símatími forstöðukonu á milli 11:00 og 12:00 alla
daga. Símanúmerið er: 433 8959
MATMÁLSTÍMAR!
Morgunmatur: Súrmjólk, kornfóður, brauð og álegg.
Hádegismatur: Píta með nautahakki, grænmeti og sósu.
Síðdegiskaffi: Súkkulaðisnúðar, skúffukaka með grænu kremi og hinar sívinsælu
kanillengjur.
Kvöldmatur: Ávaxtasúrmjólk og brauð með áleggi.
Kvöldhressing: Ávextir – epli, appelsínur og bananar.