Dagurinn í dag byrjaði kl 8:30 hjá drengjunum og var vakið með ljúfum tónum til að byrja daginn á réttum fæti. Við tók morgun matur sem var í þetta sinn morgunkorn, súrmjólk og með því. Drengirnir héldu næst í fánahyllingu og morgunstund. Veðrið í gær versnaði örlítið með deginum með smá úrkomu og örlitlum vindkviðum sem gerðu það að verkum að nokkrir bátar lokuðu eftir kvöldmat.
En aftur að deginum í dag, eflaust hafa sumir tekið eftir myndum af drengjum hlaupandi um í grasinu en eftir hádegi var haldið út í Oddakot og farið í stórskemmtilegan leik þar sem strákarnir eiga að ná klemmum og safna þeim í sína fötu. Allir komu þeir skærbrosandi þó smá þreyttir úr þeim leik. Veðrið hefur leikið með okkur á einn hátt þar sem það er smá gola sem feykir mýinu í burtu. Um kvöldið býður hæfileikasýning þar sem strákarnir fá að leika sínar listir.
Matseðillin í dag:
Skyr og Brauð í Hadeginu
Brauðbollur og Kanil-lengjur í kaffi
Pylsur í kvöldmat
og Ávextir í kvöldkaffi
Pétur Bjarni Sigurðarson forstöðumaður
Minni á myndasíðuna okkar hæer fyrir neðan.