Drengirnir voru vaktir klukkan 9:00 í morgun með ljúfum tónum. Það er ágætis verður! Skýjað og logn, stefnir í 13 gráður sem sagt ágætis veður, pínu blautt á. Hér er búið að vera mikið að gera hjá drengjunum og hrós til þeirra, þeir láta sér ekki leiðast. Eftir hádegi er boðið uppá vatnafjör sem fellst í því að draga banana sem hægt er að sitjá á og menn geta dottið útí á eftir verða heitu pottana ásamt hefðbundinni dagskrá. Fótboltinn, bátar og nokkrir nýjir leikir sem eldri foringjar skila ekki en drengir og yngri foringjar skilja fullkomlega en mikil var þátttakan og hægt að líkja þessu við nútíma útgáfu á af „Jósef segir“.

Merkilegur atburður átti sér stað í morgun, þegar drengirnir vöknuðu voru þeir allir orðnir Skógarmenn en það gerist þegar einstaklingur hefur dvalið tvær nætur í Vatnaskógi. Þar með eru þeir komnir í hóp tugþúsunda Íslendinga sem geta kallað sig Skógarmenn.

Matseðill dagsins (það voru pyslur 

Morgunmatur: Kakó, nýbakað brauð og allskonar álegg

Hádegismatur: Kjúklingavefjur með öllu

Kaffitími: Pizzusnúðar, eplakaka og

Kvöldmatur: Pasta og hvítlauksbrauð

Kvöldkaffi: Ávaxtaveisla, epli-appelsína-banani

Nokkrar nýjar myndir.