Þá er aðventuflokkur farinn af stað. Í gær komu 30 hressir strákar hingað í Vatnaskóg, tilbúnir í slaginn. Þeir eiga flestir það sameiginlegt að hafa komið áður í Vatnaskóg sem þýðir að það er mikil reynsla í hópnum, það er gott. Þessa helgi ætlum við að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá eins og t.d. borðtennismót, leikritagerð, knattspyrnu, gönguferð, varðeld, kvöldvökur og margt fleira.
Í Vatnaskógi er mjög kalt, enginn snjór og smá gola. Sólin hefur heiðrað Kambinn vel hinum megin við Eyrarvatn og hefur verið fallegt að sjá.
Starfsfólk
Þessi helgi er mönnuð af ungum foringjum sem og gömlum kempum sem flestir drengirnir kannast vel við.
Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir:
1. borð – Matthías Guðmundsson og Þráinn Andreuson
2. borð – Benedikt Guðmundsson og Greipur Gíslason
3. borð – Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson (sem eru auk þess forstöðumenn)
Eldhúsi og þrifum í Vatnaskógi stýrir matráðurinn Ísak Jón Einarsson.
Við höfum einnig ungan og upprennandi aðstoðarforingja þessa helgina, það er hann Steinn Trausti Traustason.
Matseðill helgarinnar
Föstudagur
Kvöldmatur: Handgerðar ítalskar kjötbollur og spaghetti
Kvöldkaffi: Kex og ávextir
Laugardagur
Morgunmatur: Morgunkorn
Hádegismatur: Steiktur fiskur og meðlæti
Kaffitími: Kryddbrauð, vöfflurnar hans Ísaks og rjúkandi heitt súkkulaði
Kvöldmatur: Marinerað íslenskt lambalæri úr sveitinni.
Skógarvarðeldur: Sykurpúðar
Kvöldkaffi: Popp (yfir bíómynd) og ávextir
Sunnudagur
Morgunmatur: Morgunkorn, brauð og rjúkandi heitt súkkulaði
Hádegismatur: Vatnaskógarflatbökur
Heimferð
Brottför úr Vatnaskógi verður kl. 13 á sunnudag og við ættum því að renna í hlað á Holtavegi 28 kl. 14:00.
Myndir koma inn á tengilinn hér að neðan.
Þökkum traustið!
Gunnar Hrafn og Hreinn – forstöðumenn