Í dag er seinasti dagur flokksins, þetta hafa verið frábærir dagar í Vatnaskógi og eflaust margir sigrar átt sér stað.

Á veislukvöldvökunni í gær var mikið stuð, enda þétt dagskrá. Foringjar fluttu tvö stórkostleg leikrit, drengirnir fengu að heyra hugvekju og framhaldssagan var kláruð. Viðurkenningar voru veittar fyrir afrek í flokknum og kvöldið endaði síðan á hinu sígilda Skonrokki, en þá flytja foringjarnir lög fyrir drengina. Það mátti sjá tár falla þegar sungið var „ég vil ekki heim“ í einu laginu.

Við þökkum kærlega fyrir samveruna síðustu daga og vonumst til að sjá sem flesta að ári.

 

Við reiknum með að koma á Holtaveg 28 um kl. 14 í dag, miðvikudag.

 

Bestu kveðjur úr Vatnaskógi

Starfsfólk Gauraflokks 2024