Í dag hafa drengirnir sofið tvær nætur í dvalarflokki í Vatnaskógi og skv. lögum Skógarmanna KFUM eru þeir nú orðnir Skógarmenn, en þeim heiðri deila þeir með ca. 30 þúsund núlifandi Íslendingum. Flokkurinn hefur gengið mjög vel og hefur það verið mjög ánægjulegt að sjá drengina vaxa og dafna og takast á við nýjár áskoranir – margir hafa eignast nýja vini, sigrast á heimþrá og stígið sín fyrstu skref á bátunum svo fátt eitt sé nefnt.
Í gær var ágætis veður hlýtt, hálfskýjað, en smá vindur sem er ekki endilega slæmt því það heldur flugunni frá. Boðið var upp á flest allt það besta sem Vatnaskógur getur boðið eins og bátar, synda í vatninu, veiði, fótbolti, spjótkast og langstökk, poolmót, fótboltaspilsmót, listakeppni og annað spennandi. Í dag er dásamlegt veður, sól og blíða. Við búumst því við öflugum bátadegi og mörgum leikjum í skóginum.
Í hádeginu í gær var boðið upp á fiskibollur í karrísósu og pylsur í kvöldmat. Í dag verða kjötbollur að hætti mátráðsins.
Flestum gekk vel að sofna í gærkvöldi og var komin ágætis ró um kl. 22.30.
Myndir munu birtast hér: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72177720317897366/