Þá er þriðji dagurinn í 3. flokki farinn af stað. Við í Vatnaskógi fögnum alltaf 3. degi hvers flokks sérstaklega og lítum á þau sem ákveðin tímamót, því að þeir sem eru að koma í fyrsta skipti í Vatnaskóg teljast nú til Skógarmanna, en til þess þarf maður að dvelja tvo sólarhringa í dvalarflokki í Vatnaskógi.

Seinni hluti gærdagsins gekk vel fyrir sig og voru bátarnir mjög vinsælir áfram þrátt fyrir rigninguna. Frjálsu íþróttirnar og fótboltinn héldu áfram og síðan voru nokkur minni mót sem að klárast, t.a.m. í skák, pool, borðtennis, fótboltaspili og stangartennis. Drengirnir halda margir áfram síðan að njóta þess að leika í þessum leikjum þó það sé ekki hluti af móti. Í gærkveldi voru síðan heitu pottarnir opnir og margir sem nýttu sér það.

Við höldum áfram að skemmta okkur hér í Skóginum með fjölbreyttri dagskrá og stefnum að því að bjóða upp á EM samhliða okkar dagskrá en mikill áhugi er á keppninni.

Fleiri myndir úr flokknum eru síðan á leiðinni á flickr myndasíðuna hér.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk, kakó og brauð með áleggi

Hádegismatur: Kjörbollur, stappa, salat og brún sósa

Kaffitími: Eplakaka, döðlubrauð og karamellu lengjur

Kvöldmatur: Grillaðar pylsur

Kvöldkaffi: Ávextir og kex

 

Með kærri kveðju úr Skóginum,

Hreinn Pálsson, forstöðumaður