Þá er þriðji dagurinn í 5. flokki farinn af stað. Við í Vatnaskógi fögnum alltaf 3. degi hvers flokks sérstaklega og lítum á þau sem ákveðin tímamót, því að þeir sem eru að koma í fyrsta skipti í Vatnaskóg teljast nú til Skógarmanna, en til þess þarf maður að dvelja tvo sólarhringa í dvalarflokki í Vatnaskógi.

Í dag er fallegt og gott veður, tilvalið báta veður. Í gær var mikill vindur og því ekki mikið um báta í dagskránni. Eftir hádegi í dag munum við allir fara í stóran hópleik og rölta út í Oddakot sem er alltaf gaman. Einnig er ég búinn að setja minn besta mann í það verkefni að taka myndir þannig búast má við nýjum myndum seinna í dag.

Við höldum áfram að skemmta okkur hér í Skóginum með fjölbreyttri dagskrá og stefnum að því að bjóða upp á EM samhliða okkar dagskrá en mikill áhugi er á keppninni.

Fleiri myndir úr flokknum eru síðan á leiðinni á flickr myndasíðuna hér.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk, kakó og brauð með áleggi

Hádegismatur: Fiskibollur, kartöflur og karrýsósa

Kaffitími: Sjónvarpskaka, smákökur og bananabrauð

Kvöldmatur: Grillaðar pylsur

Kvöldkaffi: Ávextir og kex

 

Með kærri kveðju úr Skóginum,

Hreinn Pálsson, forstöðumaður