Drengirnir voru vaktir í morgun klukkan 8:30 með ljúfum tónum. Reyndar var stór hluti þeirra vaknaður fyrir það en það er mjög algengt að þeir vakni fyrr eftir fyrstu nóttina. Hér er sól á himni og léttskýjað en því miður er mjög sterk og köld norðaustanátt. Þessi sterka vindátt lokar bátunum, því miður, og kælir loftið. Ef litið er á björtu hliðarnar þá eru engar flugur í svona sterkum vind, það er fínt.

Á dagskrá í dag er meðal annars smíðaverkstæði, svínadalsdeildin, 60m spretthlaup, listakeppnin, gönguferð, foosballmót, segulkubbarnir, brandarakeppni og margt fleira. Eftir kvöldmat ætlum við einnig að bjóða upp á „kareókí“ og „just dance“ – sjáum hvernig það verður. Svo endum við daginn á kvöldvöku að hætti Skógarmanna.

Matseðill

Morgunmatur: Morgunkorn, súrmjólk og ávaxtagrautur

Hádegismatur: Fiskur í raspi, kartöflur og salat

Kaffitími: Kanilkaka, bananabrauð og muffins

Kvöldmatur: Grillaðar pylsur

Kvöldkaffi: Mjólkurkex og pólókex

Nýjar myndir koma inn flickr síðu Vatnaskógar hér að neðan.

Flickr myndasíða hér.