Þá er þriðji dagurinn í 6. flokki farinn af stað. Við í Vatnaskógi fögnum alltaf 3. degi hvers flokks sérstaklega og lítum á þau sem ákveðin tímamót, því að þeir sem eru að koma í fyrsta skipti í Vatnaskóg teljast nú til Skógarmanna, en til þess þarf maður að dvelja tvo sólarhringa í dvalarflokki í Vatnaskógi.

Hér er ennþá sterk og köld norðaustanátt því miður, ekki útlit fyrir báta í dag en bátaforingjarnir ætla að bjóða upp á mótorbátsferðir á Eyrarvatni í staðinn. Eftir hádegismat ætlum við saman í stóran hópleik og ganga út í Oddakot. Oddakot er inn á landi Vatnaskógar, sirka 1 km frá aðalsvæðinu.

Matseðill

Morgunmatur: Nýbakað brauð, álegg og kakó

Hádegismatur: Tortillas með kjúklingi

Kaffitími: Skúffukaka, pizzusnúðar og döðlugott

Kvöldmatur: Grjónagrautur

Kvöldkaffi: Ávaxtaveisla

Nýjar myndir koma inn flickr síðu Vatnaskógar hér að neðan.

Flickr myndasíða hér.