Drengirnir voru vaktir 9:00 í morgun, morgunmatur var 9:30 og morgunstund 10:00. Í kvöld er svo kvöldvaka með leikriti, framhaldssögu, hugleiðingu og söng. Við byrjum daginn saman, við endum daginn saman, þannig er það.

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur hér í Vatnaskógi. Við fórum í Dodgeball keppni milli borða, BMX-Brós komu í heimsókn og sýndu listir sínar, við fórum í Vatnaskógur ESCAPE leikinn og margt fleira. Í dag verður boðið upp á að ganga upp á Kambinn en það er fjallið sem er beint á móti Vatnaskógi. Svo eftir kaffi í dag kemur Lazer-Tag en það verður í boði á kapelluflötinni og í skóginum þar hjá. Boðið verður upp á TED TALK en við erum með frábæra fyrirlesara í starfsliðinu sem munu halda utan um það. Hið árlega víðavangshlaup verður í dag. Þetta er alltaf hörð keppni, engin spurning, en fyrst og fremst frábær íþrótt.

Svo sofum við aðeins lengur á morgun en á morgun er veisludagur, síðasti heili dagurinn okkar hér í Vatnaskógi. Mikilvægt að vera vel sofinn fyrir þann dag.

Matseðill – dagur 4

Morgunmatur: Morgunkorn og súrmjólk.

Hádegismatur: Ítalskar kjötbollur, hvítlauksbrauð og salat

Kaffitími: Súkkulaðikaka, kókoskúlur og bananar

Kvöldmatur: Skyr og nýbakað brauð

Kvöldkaffi: Mjólk og kex

Matseðill – í gær

Morgunmatur: Heitt súkkulaði, brauð og álegg

Hádegismatur: Grænmetisbuff, salat, kartöflur og sósa

Kaffitími: Sjónvarpskaka, karamellulengjur og perur

Kvöldmatur: Kjúklingasúpa með snakki og osti

Kvöldkaffi: Mjólk og kex

Myndir, myndir, sagði einhver myndir?

Flickr myndasíða hér.

Hreinn Pálsson – forstöðumaður