Sólarhringur liðinn hjá 9. flokk!

Í gær náði spennan hámarki – þegar 51 glatt barn, foringjar, aðstoðarforingjar og forstöðukona lögðu af stað á vit ævintýranna í Vatnaskóg. Við munum vera í Vatnaskógi fram á miðvikudag. Eins og alltaf er byrjað á því að fara í matskálann til að velja sér borð og hitta borðforingjann sinn og aðstoðarforingja. Að þessu sinni eru borðin fimm talsins. Hlutverk borðforingja er að standa vörð um hagsmuni barnanna og sjá til þess að engum skorti neitt. Á móti okkur tók blessuð blíðan – og brosandi börn frá Grundafirði og Akranesi. Eins og venjan er – þá er heilmikið í boði í Vatnaskógi hvort sem það eru leikir – ýmis konar, Guðs orð eða góðgæti á diskinn. Örlætið er alls staðar 🙂 Til gamans má nefna að eldhússtarfsfólkið býr til allt bakkelsi frá grunni 🙂

Keppnirnar eru byrjaðar með tilheyrandi spenningi og það er að sjálfsögðu til mikils að vinna og ekki síður að upplifa stemninguna. Í gærkvöldi var fyrsta kvöldvakan með söng, leikjum og framhaldssögunni um hann Jón og ævintýri hans á Everest fjallinu. Í dag fengu börnin fræðslu um Týnda soninn – og einnig að fletta upp í Biblíunni.

Laugardagsmatseðill!

Hádegismatur: Fiskur í raspi, kartöflur í ofni og grænmeti.

Síðdegiskaffi:Súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi, kókoskúlur og brauðbollur. 

Kvöldmatur: Pastasalat með gnægð af grænmeti og skinku. 

Kvöldhressing: Ávextir.

Sunnudagsmatseðill!

Hádegismatur: Píta.

Síðdegiskaffi: Snúður með súkkulaðiglassúr og súkkulaðibitakökur.

Kvöldmatur: Ávaxtaskyr og brauð.

Kvöldhressing: Ávextir og kex. 

Engin heimþrártilfelli!

*Ef við verðum vör við að einhver þráir að fara heim þá vinnum við með þær tilfinningar í samráði við foreldra/forráðamenn.

*Lykilinn að slíkri tilfinningavinnu eru góð samskipti og samstarf á milli allra aðila – þ.e. foringja, forstöðukonu og heimilisins.

*Reynsla af þessu tagi getur stigmagnast og við skiljum það mæta vel ef tilfinningarnar bera barnið ofurliði og barnið óskar ekkert heitar en að fara heim. En það gerist mjög sjaldan, sem betur fer!

Starfsfólkið í Vatnaskógi að þessu sinni er:

Borð 1.   Bátaforingi I – Guðmundur Tómas Magnússon. Honum til halds og trausts eru aðstoðarforingjarnir Pétur Sigurðarson og Heiðrún Lóa Jónsdóttir.

Borð 2.   Frjálsíþróttaforinginn Sigríður Sól Ársælsdóttir. Henni til halds og trausts eru aðstoðarforingjarnir Björn Atli Hyldahl Guðmundsson og Dagmar Edda Ásdísar – Guðnadóttir.

Borð 3.   Knattspyrnuforinginn Benedikt Þórisson og alhliðaforinginn Tómas Andri Gíslason. Þeim til halds og trausts er aðstoðarforinginn Signý Sóllilja Hrannarsdóttir.

Borð 4.   Innileikjaforinginn Karen Sól Halldórsdóttir og bátaforingi II Guðjón Daníel Bjarnason. Þeim til halds og trausts er aðstoðarforinginn Messíana Baldvinsdóttir.

Borð 5.  Útileikjaforinginn Ásta Ísabella Kent og alhliðarforinginn Hálfdán Helgi Matthíasson. Þeim til halds og trausts er aðstoðarforinginn Einar Arngeir Heiðarsson.

Eldhússtarfsfólkið eru gömlu kempurnar Solveig Edda Cosser, sem stýrir eldhúsi og þrifum. Henni til aðstoðar eru bakarameistararnir Elfa Björk Ágústsdóttir og Helga Valdís Cosser. Þeim öllum til halds og trausts er Sólný Helga Sigurðardóttir. Þórir Sigurðsson og Snorri Rúnarsson sinna ýmsu daglegu viðhaldi á húsnæði sem og á tækjum ýmis konar. Einnig er Albert Ebenezer Bergsteinsson starfandi vinnumaður og sinnir ýmsu eins og slætti, svo dæmi sé tekið.

Borðlaus er Salvar Geir Guðgeirsson alhliðaforingi og forstöðukona flokksins er Anna Elísabet Gestsdóttir.

Ef það vakna einhverjar spurningar þá er símatími forstöðukonu á milli 11:00 og 12:00 alla daga.

Símanúmerið er: 433 8959.