Veðrið hefur leikið við okkur hér í Vatnaskógi. Í gær var sól, um 15 stiga hiti og hægur vindur. Það voru því margir drengir sem nýttu tækifærið og fengu að stökkva í vatnið og bleyta sig. Það er alltaf jafn vinsælt og mikið spurt hvort það megi hoppa í vatnið.
Ýmislegt annað var á dagskránni: knattspyrna, klemmuleikur, frjálsar íþróttir og ýmis útidagskrá. Íþróttahúsið er alltaf opið, þar er hægt að spila borðtennis, fótboltaspil, pool og þythokký og einnig stöndum við fyrir keppnum í þessu öllu. Í gær var einnig boðið upp á skotbolta í íþróttasalnum og keppt í körfubolta fyrir utan íþróttahúsið.
Í Birkiskála er svo stofa þar sem hægt er að vera í meiri rólegheitum, lesa bækur og leika með kappla kuppa.
Dagurinn endaði svo á skemmtilegri kvöldvöku.
Í dag er veisludagur og brottför á morgun. Veðrið er áfram gott og dagurinn verður því nýttur til útiveru og dagskráin endar með veislukvöldverð og veislukvöldvöku.
Við minnum á brottför á morgun 16. júní. Rúturnar koma á Holtaveg 28 um kl. 15.00. Ef drengurinn er sóttur hingað í Vatnaskóg skal sækja fyrir kl. 13.30.
Hér eru hressir og skemmtilegir strákar og við hlökkum til að eiga með þeim skemmtilegan veisludag.
Bestu kveður úr Vatnaskógi
Þráinn Haraldsson og Jón Ómar Gunnarsson forstöðumenn í 2. flokki.
Fleiri myndir úr flokknum bætast við seinni í dag.