Velkomin í Vatnaskóg um verslunarmannahelgina
Vímulaus valkostur um Verslunarmannahelgina
Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi. Þessi hátíð hefur fest sig í sessi sem áhugaverður og vímulaus valkostur á þessari mestu ferðahelgi Íslendinga. Markmiðið með hátíðinni er að skapa heilbrigða og eftirsóknaverða hátíð á sanngjörnu verði þar sem höfðað er til ólíkra aldurshópa.
Hér eru nánar upplýsingar:
Verð
Verð á Sæludaga er kr. 3,500.- ókeypis er fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
Verð fyrir dagsheimsókn er kr. 2.000.-

Rafmagn á tjaldsvæðum
Boðið er uppá þann möguleika að tengjast rafmagni f. fellihýsi, tjaldvagna osfrv.Verð er kr. 1.500.- fyrir alla helgina (ekki fyrir mjög orkufrek tæki).

Rútuferðir
Rútuferð í Vatnaskóg verður frá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg á föstudeginum kl. 17:30 og frá Vatnaskógi á mánudeginum kl. 13:30. Verð er 2.000.- kr. báðar leiðir.

Matskálinn
Matskálinn er upplýsingamiðstöð Sæludaga. Þar er einnig verslun og matsala.
Gospelsmiðja fyrir 6 ára og eldri
Gospelsmiðja verður fyrir hressa krakka (6 ára og eldri). Æfð verða atriði og sýnd á kvöldvökunni á laugardagskvöldinu. Opnar æfingar verða kl. 19:30 á föstudag kl. 12:30 og 17:00 laugardag. Allir krakkar 6 ára og eldri velkomnir.
Gospelkór fyrir 14 ára og eldri
Boðið verður upp á þátttöku í Gospelkór. Skráning og upphitun er á laugardeginum kl. 10:00 til 11:00 í sal Gamla skála. Keith Reed mun æfa og stjórna kórnum. Allir áhugasamir 14 ára og eldri eru velkomin.
Útigrill
Útigrill framan við matskála eru til almennra afnota. Hægt er að kaupa á grillið í versluninni.
Sundlaug
Sundlaug er á Hlöðum í um 5 km frá Vatnaskógi, við þjóðveginn skammt frá Ferstiklu. Upplýsingar um opnunartíma fást í matsal.
Bílastæði
Bílastæði eru vestan við íþróttavöllinn (á malarvelli) Vinsamlega leggið bílum þannig að þeir loki ekki akstursleiðum.
Reglur á Sæludögum
Allir eiga að fá að njóta dvalarinnar. Sýnum tillitssemi og nærgætni í öllum samskiptum.

Vatnaskógur er friðlýst skógræktarsvæði. Gangið því vel um og látið allt rusl í þar til gerða dalla.

Stranglega er bannað að vera með opinn eld. Þó má að sjálfsögðu nota grill af varkárni.

Í Vatnaskógi er ekki gert ráð fyrir mikilli bílaumferð. Ökum því varlega og geymum bílana á malarvellinum, vestan megin við íþróttasvæðið.

Sú venja ríkir í Vatnaskógi að ef einhver verður valdur að tjóni, bætir viðkomandi fyrir það.
Óheimilt er að vera með hunda eða önnur dýr innandyra.
Reykingar eru stranglega bannaðar innandyra.
Neysla og meðhöndlun áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð og varða brottrekstri af svæðinu.
Vatnaskógur er friðað skógræktarsvæði. Vinsamlegast gangið um svæðið með virðingu fyrir umhverfinu.
Tveir búningsklefar ásamt sturtum eru í íþróttahúsinu. Annar klefinn er merktur konum en hinn körlum.

Salerni eru í flestum húsum á svæðinu. Vert er að athuga að salernin eru fyrir bæði kynin og er því fólk beðið um að sýna viðeigandi tillitssemi.

Ruslatunnur eru staðsettar á tjaldstæðunum og við matskálann. Ruslagámur er staðsettur við bílastæði á malarvelli.

Bátar eru lánaðir án endurgjalds hálftíma í senn. Bátarnir eru opnir frá kl. 10:00 til 20:30. Bátareglur hanga uppi framan við bátaskýlið. Kynnið ykkur þær vel áður en farið er út á bát.